Í ljósi þess að Íslendingar eru til þess að gera nýbyrjaðir að veiða makríl, þá þótti það sæta nokkrum tíðindum að einyrki austan af Hornafirði skyldi hreppa gullverðlaun í norrænu matarhandverkskeppninni sem haldin var í Svíþjóð á dögunum, einmitt fyrir heitreyktan makríl.

Það er enda mikill metnaður lagður í framleiðsluna, eins og Kastljós fékk að reyna þegar við litum inn til Ómars Franssonar við vinnsluna, en hann segist helst vanta markaðsmann með sér í lið, því það sé ekki hans.

Sjáðu umfjöllunina hér Verðlaunamakríll