Núna er makrílvertíðinn komin á fullt skrið og eins og sést á síðunni þá hefur bátunum fjölgað svo til dag frá degi á þeim veiðum. Frumkvöðullinn í þessum veiðum, Ómar Frans Fransson á Sævari SF hefur ekki enn látið sjá sig á makrílnum, því hann ásamt Alexander Oddsyni hafa verið að ufsaveiðum á handfæri.
Og óhætt er að segja að þeim hefur gengið feiknarlega vel.
Þegar Aflafrettir höfðu samband við Ómar rétt fyrri miðnætti núna 22 júlí útaf risaróðri hjá þeim, þá voru þeir á landleið með um 7 tonn af ufsa sem þeir fengu á 8 klukkutímum. vægast sagt mok.
Sævar SF er nú ekki nema 8,3 BT plastbátur og jú við höfum séð um 7 tonna róðra hjá bátnum enn róðurinn sem var á undan þessum túr sem núna er á leið í land þegar þetta er skrifað var heldur betur stór.
8,3 tonn á 8,3 tonna báti
því snemma morgun 22, júlí þá komu þeir á Sævari SF til hafnar á Hornafirði með gjörsamlega smekkfullan bát því landað var úr bátnum 8,3 tonnum og af því var ufsi 8,1 tonn. voru þeir að veiðum um 26 mílur frá Hornafirði.
Þessi afli 8,3 tonn er mesti afli sem fengist hefur á Sævar SF frá upphafi. og eins og sést á myndunum sem fylgja þessari frétt þá er varla hægt að setja meira í bátinn.
Að sögn Ómars þá voru þetta feiknarstórir fiskar og fór þetta allt á markað, fékkst um 170 krónur fyrir kílóið í þessum risaróðri. Þessi afli fékk á einungis 10 klukkutímum og var aflaverðmætið á fyrir þessa 10 tíma því um 1,4 milljónir króna sem er nú dágott tímakaup.
Ómar leigir ufsakvóta á Sævar SF og er báturinn eini handfærabáturinn á mjög svo stóru svæði eða alveg frá Sandgerði og alveg austur úr sem er á ufsaveiðum á handfærum. Nægur kvóti er eftir af ufsanum og því hefur leigan lækkað á honum og hagstætt að eltast við hann.
Ufsinn var að gæða sér á síldarhrognum og sagði Ómar að hann myndi sækja nokkuð í hann núna á meðan hann er því enn þegar það klárast þá verður ekki eins mikið mok á honum og er.
Alxeander var með myndavél um borð og smellti nokkrum myndum af bátnum með risaróðurinn
Þess má geta að veðurblíða var þegar báturinn var með 8,3 tonnin sem og 7 tonnin sem báturinn var með þegar þessi pistill er skrifaður
Allt fullt |
Nokkrir karfar eða 46 kíló slæddust með og heldur Ómar hérna á einum |
Varla hægt að setja meira í bátinn |
Komið til hafnar |
Drekkhlaðinn , Myndir Alexander Oddsson |