Íslands­meistarakeppni í matarhandverki var á Hvanneyri laugardaginn 23. nóvember á matarhátíð Matarauðs Vesturlands. Frábær stemmning var á staðnum og voru fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda að kynna og selja afurðir sínar. Við í Sólsker, unnum þar til tvennra verðlauna í flokknum “Fiskur og sjávarfang”. Við fengum silfur verðlaun fyrir heitreykta makrílinn okkar og fengum einnig brons fyrir léttreyktu þorskhnakkana.