Trillukarl hampaði gullinu

Fyrirtæki Ómars Franssonar Sólsker á Hornafirði stóð uppi sem sigurvergari í Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í Svíþjóð fyrir skömmu.  Flokkurinn sem Sólsker ehf keppti í var undir heitinu „Heitreyktur fiskur“
Sólsker hefur í samvinnu við Matarsmiðju Matís á Höfn unnið með krókaveiddann makríl og þróað úr honum dýrindis rétti.  Til keppninnar í Svíþjóð lagði fyrirtækið fram heitreyktan makríl. Skemmst er frá því að segja dómarar keppninnar voru ekki í neinum vafa með bragð og gæði og völdu makrílinn frá Ómari sem besta heitreykta fiskinn í keppninni.
Ómari ætti ekki að verða skotaskuld í að afla makríl til vinnslunnar, þar sem hann gerir út bátinn Sævar SF 272  og hefur m.a. stundað á honum makrílveiðar frá 2007.
LS óskar Ómari til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn.
Sævar SF.jpg

Upprunaleg frétt