Sannkallaður sælkeradagur var haldinn að Hólmi á Mýrum miðvikudaginn 20. maí. Viðburðurinn var ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á að auka veg matvæla úr héraði og var hann vel sóttur jafnt af bændum, aðilum úr ferðaþjónustu, veitingamönnum og matvælaframleiðendum. Fjölbreytt og góð dagskrá var fyrir gesti sem samanstóð af fróðlegum erindum frá Matís og reynslusögum frá frumkvöðlunum Elínu Oddleifsdóttur frá Seljavallakjötvörum og Erlendi Björnssyni frá Handsverkssláturhúsinu Seglbúðum í Skaftárhreppi. Einnig kynnti Ómar Frans nýjungar frá Sólskeri, s.s. reykt þorskhrogn og léttreyktan karfa. Þá bauð veitingafólkið í Hólmi upp á mat úr héraði, dýrindis kjötsúpu með byggi og kartöfluköku í eftirrétt.

http://nyheimar.is/heima-er-best-vel-heppnadur-matvaeladagur/